Fylgstu með frjókornamagni, mengunarlykt, veðurfari og loftgæðum utandyra.
Fylgstu með veðurfréttum og fréttum af eldgosum, virkjunum eða öðrum veitum sem veita upplýsingar um loftslag, sem og öðrum opinberum síðum um veðurfar.
Á vef norsku veðurstofunnar yr.no er hægt að sjá vindáttir og úrkomu fyrir hvern klukkutíma.
Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að sjá hvenær og hvernig lægðir sigla yfir landið.
Á vefsíðunni weather.com er hægt að sjá raka í lofti.
Á vefnum loftgaedi.is er hægt að sjá loftgæðismælingar á ýmsum stöðum á landinu. Ekki er allt mælt og ekki eru samlegðaráhrif mæld eða fjöláhrif. Mælingar gefa þó góða vísbendingu. Ef fólk er mjög viðkvæmt ættu t.d ljósgrænar tölur að gefa næga vísbendingu um slæm loftgæði þann daginn en það fer þó eftir samlegðaráhrifum. Einnig má lesa um loftgæðamælingar á vefsíðu Accuweather þar velur þú landsvæðið þitt og ferð í reit sem er merktur Air Quality.
Fjókornamælingar: Á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar er hægt að lesa sér til um frjókornamælingar og lesa frjókornaspá.
Norðurljós, eldgos ofl.: Á vef veðurstofunnar er að finna ýmsar upplýsingar, t.d norðurljósaspá.
Siminn.is, vodafone.is og nova.is: Hér er hægt að sjá upplýsingar um fjarskiptasenda í Íslandi, t.d er hér hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningar senda Nova upp á rafgeislun að gera.
-----------
Ef minnsti grunur leikur á að umhverfið sé valdur að endurteknum eða viðvarandi heilsufarseinkennum er það næg ástæða til að bregðast við.
Raki og mygla í húsnæði gefur undantekninglausa ástæðu til að grípa til aðgerða og fara í tafarlausar lagfæringar á húsnæðinu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin staðfestir að óyggjandi samband er á milli rakaskemmda og heilsufars og getur slíkt ástand rutt af stað ýmiskonar annarri umhverfisviðkvæmni hjá þolanda.
Viðvarandi raki í byggingarefnum skapar ávallt ónæg loftgæði innandyra vegna þeirrar efnasúpu sem myndast og þau gufa frá sér. Varast skal að taka því trúanlega að rakaskemmdir geti verið án myglu/eiturefnaáhrifa eða að einhverjar sveppategundir sem tekið hafa sér bólfestu í byggingarefnum séu „góðkynja" og þar með meinlausar fyrir heilsuna.
Heilsan á alltaf að njóta vafans!
Comments